Miðjumaðurinn Ivan Campo hjá Bolton verður líklega frá í nokkrar vikur eftir að kappinn fótbrotnaði í annað skiptið á stuttum tíma í bikarleiknum gegn Arsenal í gær. Campo var ný kominn til leiks á ný eftir fótbrot, en fer nú aftur á meiðslalista félagsins ásamt þeim Gary Speed, Khaliou Fadiga og Henrik Pedersen.
