Innlent

Samið um kjör á Herjólfi

Herjólfur í höfn.
Herjólfur í höfn. MYND/Stefán

Sjómannasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá kjarasamningi fyrir háseta og þjónustufólk á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en aðrir samningar við starfsmenn á kaupskipum gilda almennt til loka næsta árs.

Samningurinn færiri hásetum og þjónustufólki á Herjólfi sömu kauphækkanir til loka næsta árs og kveðið er á um í öðrum samningum. Hækkanir eftir það eru svo í takt við það sem gert er ráð fyrir að verði í samningum á öðrum kaupskipum eftir því sem þeir verða gerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×