Middlesbrough er sagt hafa boðið Manchester City 4 milljónir punda í miðjumanninn Joey Barton í dag, en City neitaði því um hæl. Talið er að forráðamenn City vilji fá nær 6 milljónum fyrir Barton, en helst vilja menn þar á bæ auðvitað halda í hann, þó hann hafi farið fram á að verða seldur frá félaginu í gær eftir að lítið gekk í viðræðum um nýjan samning hans.
Þá er greint frá því á breskum fréttasíðum að Arsenal, Charlton og Birmingham hafi einnig mikinn áhuga á að fá Barton í sínar raðir, en hinn 23 ára gamli miðjumaður hefur tekið miklum framförum að undanförnu, þó skap hans komi honum stundum í vandræði.