Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í West Ham, Aston villa mætir Chelsea, Blackburn leikur við Manchester United, Liverpool mætir Birmingham, Manchester City tekur á móti Newcastle og Portsmouth fær Bolton í heimsókn.
Mikil eftirvænting ríkir meðal stuðningsmanna Liverpool, sem munu bjóða týnda soninn Robbie Fowler velkominn á Anfield í kvöld. Óvíst er hvort Fowler mun fá tækifæri til að spila í kvöld, en víst er að stuðningsmenn liðsins munu taka vel á móti honum enda er hann keppnistreyja hans uppseld í verslunum í Bítlaborginni.