Tottenham lagði Charlton 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis og er nú komið í 44 stig í 4. sæti deildairnnar. Jermain Defoe skoraði tvö mörk og Jermaine Jenas eitt fyrir Tottenham en Jerome Thomas skoraði mark Charlton sem er í 13. sæti með 30 stig.
Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í vörn Charlton og fékk að líta gula spjaldið á 34. mínútu fyrir að brjóta á Robbie Keane sóknarmanni Tottenham.