Innlent

Leikskólakennarar farnir að draga uppsagnir til baka

MYND/GVA

Leikskólakennarar í Reykjavík eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að borgarráð samþykkti að hækka laun þeirra í samræmi við tillögur launanefndar sveitarfélaga. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa menntasviðs, liggja þó engar tölur fyrir enn um það hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka en fimmtíu kennarar höfðu sagt upp vegna óánægju með kjör sín.

Í Kópavogi er búist við að starfsmenn leikskóla dragi einnig uppsagnir til baka en verið er að kynna hugmyndir um launahækkanir fyrir starfsmönnunum þessa dagana. Þá hefur töluvert dregið úr þeirri manneklu sem var á leikskólum í sveitarfélögunum tveimur frá því í haust. Nú vantar starfsmenn í um þrjátíu stöðugildi hjá Reykjavíkurborg en þau voru um áttatíuá tímabilií haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×