Líkur á að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram 6. febrúar 2006 21:00 MYND/Teitur Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. Veigamesti þátturinn í innleggi Íslendinga í varnarmálaviðræðurnar er yfirtaka á verkefnum þyrlubjörgunarsveitarinnar. Kostnaðurinn myndi skipta milljörðum í fjárfestingum og rekstarkostnaður Landhelgisgælsunnar myndi aukast umtalsvert. Þetta tilboð hefur átt sér aðdraganda enda hefur NFS heimildir fyrir því að Landhelgisgæslan hafi skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, flugskýli og annað sem Gæslan myndi fá frá Bandaríkjamönnum ef þyrlubjörgunarsveitin þjónaði verkefnum fyrir herinn. Það er ekki ólíklegt að verulegur hluti reksturs þyrlsubjörgunarsveitarinnar yrði á Keflavíkurflugvelli í framtíðinni. Enn liggur ekki fyrir hvers konar eðlisbreyting verður á hernaðarumsvifum ef samningar nást. Bandaríkjamenn vill flytja stjórn vallarins til flughersins frá flotanum sem hefur rekið herstöðina. Þetta myndi þýða talsverðan samdrátt í umsvifum á vallarsvæðinu, segja sérfræðingar, þótt ekki sé fyrir annað en að flugherinn er þekktur fyrir að gera þjónustusamninga utan hers fremur en að reka stoðþjóinustu sjálfur. Þannig hefur NFS heimildir fyrir því að bandaríski flugherinn hafi verið búinn að ræða við sjúkrahúsið í Keflavík um þjónustu og ætlaði að loka sjúkrahúsi hersins á vellinum. Ef eftir gengur að flugherinn taki við rekstri vallarins má því vænta enn frekari fækkunar starfa fyrir varnarliðið þó að á móti komi ef til vill ný störf vegna úthýstra verkefna á svæðinu. Hermönnum hefur fækkað ört síðasta hálfan annan áratug og íslenskum starfsmönnum fækkar einnig jafnt og þétt. Í janúar voru þeir rúmlega 600 en voru tæplega 1100 í mars 1990. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Líkur eru á því að íslenskum starfsmönnum Varnarliðsins fækki áfram, þó svo samningar náist við Bandaríkjastjórn um varnarsamstarfið. Landhelgisgæslan hefur skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli undir starfsemi þyrlubjörgunarsveitarinnar. Veigamesti þátturinn í innleggi Íslendinga í varnarmálaviðræðurnar er yfirtaka á verkefnum þyrlubjörgunarsveitarinnar. Kostnaðurinn myndi skipta milljörðum í fjárfestingum og rekstarkostnaður Landhelgisgælsunnar myndi aukast umtalsvert. Þetta tilboð hefur átt sér aðdraganda enda hefur NFS heimildir fyrir því að Landhelgisgæslan hafi skoðað aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, flugskýli og annað sem Gæslan myndi fá frá Bandaríkjamönnum ef þyrlubjörgunarsveitin þjónaði verkefnum fyrir herinn. Það er ekki ólíklegt að verulegur hluti reksturs þyrlsubjörgunarsveitarinnar yrði á Keflavíkurflugvelli í framtíðinni. Enn liggur ekki fyrir hvers konar eðlisbreyting verður á hernaðarumsvifum ef samningar nást. Bandaríkjamenn vill flytja stjórn vallarins til flughersins frá flotanum sem hefur rekið herstöðina. Þetta myndi þýða talsverðan samdrátt í umsvifum á vallarsvæðinu, segja sérfræðingar, þótt ekki sé fyrir annað en að flugherinn er þekktur fyrir að gera þjónustusamninga utan hers fremur en að reka stoðþjóinustu sjálfur. Þannig hefur NFS heimildir fyrir því að bandaríski flugherinn hafi verið búinn að ræða við sjúkrahúsið í Keflavík um þjónustu og ætlaði að loka sjúkrahúsi hersins á vellinum. Ef eftir gengur að flugherinn taki við rekstri vallarins má því vænta enn frekari fækkunar starfa fyrir varnarliðið þó að á móti komi ef til vill ný störf vegna úthýstra verkefna á svæðinu. Hermönnum hefur fækkað ört síðasta hálfan annan áratug og íslenskum starfsmönnum fækkar einnig jafnt og þétt. Í janúar voru þeir rúmlega 600 en voru tæplega 1100 í mars 1990.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira