Flytji réttleysið ekki milli landa 7. febrúar 2006 08:15 Formenn BSRB og ASÍ skrifuðu undir áskorunina fyrir hönd sinna hreyfinga. MYND/Hari Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Forystumenn allra launþegasamtaka á Norðurlöndum hafa skorað á norræna þingmenn á Evrópuþinginu að styðja breytingartillögu við þjónustutilskipun Evrópusambandsins. Þannig megi koma í veg fyrir að réttindaleysi launþega í sumum aðildarríkjum sé í raun flutt með þeim landa á milli segir formaður BSRB. Þjónustutilskipun Evrópusambandsins hefur valdið miklum deilum síðan hún tók gildi. Þeir sem eru hlynntir henni segja hana auka viðskipti milli landa þar sem dregið sé úr hömlum. Andstæðingar hennar segja hana hins vegar grafa undan réttindum launafólks, það sé vegna þess að hún opni fyrir að fólk sé ráðið frá láglaunasvæðum innan Evrópusambandsins á lakari kjörum og með minni réttindi en í þeim löndum sem fólkið er ráðið til starfa í. "Svokölluð upprunalandshugsun eða þáttur í tilskipuninni er þess valdandi að reglur og réttindi fylgja fyrirtækjum sem flytja milli landa, þannig að menn eru að flytja réttleysi milli landa og það er nokkuð sem við viljum koma í veg fyrir," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og einn formannanna sem undirrituðu áskorunina. Þing Evrópusambandsins greiðir atkvæði um þjónustutilskipunina eftir um það bil tvær vikur. Samtök launþegahreyfinga vilja breytingar á henni þannig að tryggt sé að ekki sé hægt að flytja það sem Ögmundur kallar réttindaleysi á milli landa. "Ég tel að ef ekki er hlustað á rödd verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu þá komi það til með að veikja Evrópusambandið og Evrópusamrunann til frambúðar," segir Ögmundur og bendir á að þó hann og fleiri séu efins um ágæti Evrópusambandsins hafi verkalýðshreyfingin í Evrópu verið mjög fylgjandi Evrópusambandinu.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira