Tveir leikir fara fram í enska bikarnum í kvöld og verður leikur Chelsea og Everton sýndur í beinni útsendingu á sýn. Útsending hefst klukkan 19:55, en á sama tíma eigast við Middlesbrough og Coventry í sömu keppni. Þá er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Liverpool.
Chelsea - Everton í beinni á Sýn
