Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segist viss um að sitt lið hafi alla burði til að leggja Liverpool á Anfield í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, en Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í deildinni í vetur.
"Liverpool er gott knattspyrnulið, en við getum unnið hvaða lið sem er. Þetta er allt undir okkum sjálfum komið og sigur hjá okkur mundi þýða að við værum komnir nálægt þeim í töflunni."