Sir Alex Ferguson segist viss um að Alex McLeish, stjóri Rangers, muni taka við liði í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári þegar hann lætur af störfum hjá skosku meisturunum.
McLeish spilaði undir stjórn Ferguson hjá Aberdeen á sínum tíma og hefur Ferguson miklar mætur á honum. "Ég er alveg viss um að hann muni koma og taka við liði í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Ég hef þekkt hann lengi og hann er mjög yfirvegaður og klár náungi."