Í víðtækri könnun sem gerð var á BBC kemur í ljós að flestir telja líklegast að Martin O´Neil verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson stígur af stóli eftir HM í sumar.
Martin O´Neal hlaut 18% atkvæða í 1000 manna úrtaki, en næstur kom Stuart Pearce með 16% atkvæða og þá Sam Allardyce með 13% atkvæða. Þessir þrír stjórar voru í nokkrum sérflokki, en þeir Steve McClaren, Alan Curbishley, Luiz Scolari og Guus Hiddink fengu á bilinu 3-4% atkvæða. Þá sögðu 9% aðspurðra að enginn ofantaldra mundi landa starfinu.