Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann hafi ekki þorað að hafa sóknarmanninn Louis Saha á varamannabekknum í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum á dögunum af ótta við að leikmaðurinn færi frá félaginu.
"Ég bara gat ekki haft hann á bekknum í þessum leik, því hann var búinn að skora grimmt í keppninni fram að úrslitaleiknum og ef ég hefði sett hann á bekkinn hefði hann líklega hugsað með sér að hann gæti fengið að spila einhversstaðar annarsstaðar," sagði Ferguson.