Teddy Sheringham er enn í fullu fjöri þó hann verði fertugur eftir nokkrar vikurNordicPhotos/GettyImages
Framherjinn Teddy Sheringham hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við úrvalsdeildarlið West Ham og verður því í herbúðum liðsins út næsta keppnistímabil. Sheringham verður því orðinn 41 árs gamall þegar samningstímanum lýkur.