Fernando Martin, nýráðinn forseti Real Madrid, segir að honum sé efst í huga að vinna sigur á Arsenal í Meistaradeildinni annað kvöld en ekki að velta sér upp úr því hvort Brasilíumaðurinn Ronaldo verði í liðinu eða ekki. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð framherjans hjá liðinu og hafa þær á tíðum varpað skugga á leikinn mikilvæga annað kvöld.
"Mér er alveg sama hvort Ronaldo verður með eða ekki - ég vil bara vinna þennan leik," sagði Martin. "Maður verður að treysta á leikmenn sína og sýna þeim skilning, en ef þeir gera ekki það sem þeir eiga að gera - verða þeir að víkja. Ef um rotin epli er að ræða, verður að taka á málunum. Lið okkar mun gefa allt sem það á í leikinn og hafa trú á því sem það er að gera, því ef við vinnum þennan leik gæti það orðið sannkallaður vendipunktur á tímabilinu fyrir okkur," sagði forsetinn.
Ronaldo var settur út úr leikmannahópi Real fyrir grannaslaginn gegn Atletico Madrid um helgina, en verður í aftur í hópnum fyrir leikinn á Highbury annað kvöld.