Wayne Rooney skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Newcastle 2-0 á heimavelli sínum Old Trafford og styrkti þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Mörk Rooney komu með aðeins 4 mínútna millibili á 8. og 12. mínútu leiksins.
