Miðjumaðurinn Michael Ballack hjá Chelsea vill að sögn umboðsmanns hans ganga til liðs við Chelsea áður en HM hefst í Þýskalandi í sumar, en Chelsea er talið eina liðið sem hefur raunhæfa möguleika á að landa honum. Talið er að Ballack muni gera fjögurra ára samning við enska liðið sem færi honum um 120.000 pund í vikulaun.
"Félagaskiptaglugginn opnar í maí og þá styttist í HM. Ég er viss um að eitthvað gerist áður en heimsmeistaramótið byrjar," sagði umboðsmaður Ballack. Jose Mourinho segir að miðjuparið Frank Lampard og Michael Ballack sé sannkallað draumapar, því þeir séu tveir bestu leikmenn Evrópu í sinni stöðu.