Alan Curbishley ætlar ekki að láta fjaðrafokið í enskum fjölmiðlum í kjölfar fundar hans við forráðamenn enska knattspyrnusambandsins í vikunni hafa áhrif á sig og segist enn hafa mikinn áhuga á að taka við enska landsliðinu.
"Ég er nokkuð hissa á öllu þessu fjaðrafoki sem varð í kring um fund minn við sambandið, því ég hafði ekki svo mikið sem sagt konunni minni frá því að ég væri að fara á fundinn," sagði Curbishley undrandi. "Ég er hinsvegar upp með mér yfir því að vera tekinn til greina sem næsti landsliðsþjálfari, en ég hef ekki hugmynd um hvað gerist næst," saðgi Curbishley.