Segir Morgunblaðið spinna pólitískan lopa á kostnað framsóknarmanna 15. mars 2006 11:43 MYND/Anton Brink Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Morgunblaðið er farið að spinna pólitískan lopa til að reyna að koma að fulltrúa frjálslyndra í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna og tryggja þannig sjálfstæðismönnum öll völd í málefnum Reykvíkinga. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknarmanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, á heimasíðu sinni. Björn Ingi gerir Staksteina Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag að umtalsefni í á heimasíðu sinni í gær. Hann segir að af Staksteinunum megi ráða að meiri svartsýni ríki en áður um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta kosningunum í borginni í vor og því hafi höfundur Staksteina gripið til „áætlunar F" til að reyna að tryggja sjálfstæðismönnum völdin. Björn Ingi, sem er fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir að í umræddum Staksteinum sé frambjóðanda frjálslyndra í þriðja sæti sérstaklega hampað og kenningin sé sú að hann njóti slíkrar almannahylli að það nægi til að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn á kostnað framsóknarmanna. „Af hverju skyldu spunameistarar sjálfstæðismanna vera áhugasamir um að koma slíkri kenningu á flot?" spyr Björn Ingi og svarar: „Augljóslega af því að þeir sjá í hendi sér að nái Frjálslyndir inn manni færist sjálfstæðismenn nær alræðisvaldi í málefnum borgarinnar. Telja þeir það einu von sjálfstæðismanna um hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur?" spyr hann svo aftur. Björn Ingi minnir á að frjálslyndir séu klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum og að sagan segi mönnum að slík framboð leiti fyrr eða síðar aftur til uppruna síns. Því sé ekki að undra að gamalreynda stjórnmálaskýrendur í Kringlunni dreymi um að sjálfstæðismenn fái sjö borgarfulltrúa í kosningunum í vor og Frjálslyndir einn. Þannig nái þeir meirihluta, svona bakdyra megin, eins og Björn Ingi orðar það. Menn skuli þó spyrja að leikslokum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira