Einn og hálfur milljarður til uppbyggingar fyrir geðfatlaða 15. mars 2006 16:53 MYND/E.Ól Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. Félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu í dag áfangaskýrslu um þjónustu við geðfatlaðra. Þar er meðal annars greint frá könnun sem gerð var meðal geðfatlaðra á síðasta ári á eðli og umfangi búsetu og stoðþjónustu við þennan hóp. Alls bárust upplýsingar um nærri fimm hundruð einstaklinga og af þeim hópi óskuðu 215 eftir breytingum á búsetuhögum, en flestir þeirra búa á suðvesturhorninu. Áætlað er að 159 af þeim hópi þarfnist svokallaðrar sértækrar búsetuþjónustu, þar sem þörf er á viðveru starfsfólks. Til þess að verða við óskum þess hóps ætla yfirvöld að verja einum og hálfum milljarði á árunum 2006 til 2010, en það fé verður notað til kaupa og byggingar á húsnæði fyrir geðfatlaða og í dagþjónsutu eins og endurhæfingu og verndaða vinnu. Milljarður kemur af sölufé Síman en sá hálfi sem upp á vantar er sóttur í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Uppbyggingin hefst þegar á þessu ári en ljóst er að forgangsraða þarf í hópnum. Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra segir að þeir sem búi hjá ættingjum eða séu reiðubúnir til útskriftar af geðdeild njóti forgangs að hans mati ásamt þeim sem ekki hafi húsnæði og njóti ekki umönnunar. Verkefnisstjórn sem vinna mun að uppbyggingunni hefur þegar hafið störf en formaður hennar, Dagný Jónsdóttir þingkona, leggur áherslu á samvinnu með notendum þjónustunnar og hagsmunasamtökum geðfatlaðra. Hún segir að til standi að funda með þeim á föstudag og þeirra hugmyndir verði teknar inn í vinnu verkefnisstjórnarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Einum og hálfum milljarði króna verður varið á næstu fjórum árum til uppbyggingar í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra. Þeir sem eru án húsnæðis og umönnunar munu njóta forgangs ásamt þeim sem búa hjá ættingjum og þeim sem eru tilbúnir til útskritfar af geðdeild. Félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu í dag áfangaskýrslu um þjónustu við geðfatlaðra. Þar er meðal annars greint frá könnun sem gerð var meðal geðfatlaðra á síðasta ári á eðli og umfangi búsetu og stoðþjónustu við þennan hóp. Alls bárust upplýsingar um nærri fimm hundruð einstaklinga og af þeim hópi óskuðu 215 eftir breytingum á búsetuhögum, en flestir þeirra búa á suðvesturhorninu. Áætlað er að 159 af þeim hópi þarfnist svokallaðrar sértækrar búsetuþjónustu, þar sem þörf er á viðveru starfsfólks. Til þess að verða við óskum þess hóps ætla yfirvöld að verja einum og hálfum milljarði á árunum 2006 til 2010, en það fé verður notað til kaupa og byggingar á húsnæði fyrir geðfatlaða og í dagþjónsutu eins og endurhæfingu og verndaða vinnu. Milljarður kemur af sölufé Síman en sá hálfi sem upp á vantar er sóttur í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Uppbyggingin hefst þegar á þessu ári en ljóst er að forgangsraða þarf í hópnum. Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra segir að þeir sem búi hjá ættingjum eða séu reiðubúnir til útskriftar af geðdeild njóti forgangs að hans mati ásamt þeim sem ekki hafi húsnæði og njóti ekki umönnunar. Verkefnisstjórn sem vinna mun að uppbyggingunni hefur þegar hafið störf en formaður hennar, Dagný Jónsdóttir þingkona, leggur áherslu á samvinnu með notendum þjónustunnar og hagsmunasamtökum geðfatlaðra. Hún segir að til standi að funda með þeim á föstudag og þeirra hugmyndir verði teknar inn í vinnu verkefnisstjórnarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira