Wenger: Við verðum betri með hverjum leik 18. mars 2006 20:29 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. "Það var einhvern veginn aldrei vafi á því að við ynnum þennan leik. Við byrjuðum vel og það var góð hreyfing á mönnum. Jafnvel þó að við hefðum farið illa með mörg tækifæri þá leit aldrei út fyrir að Charlton gæti svarað fyrir sig. Það lítur út fyrir að liðið sé að verða betra og betra með hverjum leik. Í heildina séð þá var þetta mjög jákvæður leikur fyrir okkur." sagði Wenger eftir leikinn. Arsenal er í harðri baráttu við Tottenham, Blackburn og fleiri lið um fjórða sætið og Wenger finnur vel fyrir nálægð liðanna. "Við erum í þeirri stöðu þar sem við megum ekki fara á mis við eitt einasta stig þegar maður lítur til baka á liðin sem eru rétt á eftir okkur. Við höfum verið á góðu róli undanfarið en verðum halda því út restina af tímabilinu." Tógó sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Arsenal í dag og var það hans þriðja mark í sjö leikjum fyrir liðið. Markið kom eftir skelfilegt klúður Hermanns Hreiðarssonar í vörn Charlton. "Hann fékk tvö eða þrjú góð tækifæri í dag og ég trúi því að nýtingin hans eigi eftir að batna. Mér finnst eins og hann hafi eitthvað fram að færa fyrir liðið. Hann gefur Thierry Henry meira pláss." sagði Wenger m.a. Arsenal hélt fjórða sæti deildarinnar ekki lengur en fram á kvöld því Tottenham lagði Birmingham 2-0 í kvöld. Tottenham er í 4. sæti með 52 stig en Arsenal er í 5. sæti með 50 stig, bæði lið hafa leikið 30 leiki. Blackburn er með 49 stig í 6. sætinu einnig eftir 30 leiki. Bolton kemur næst í 7. sætinu með 48 stig, en á tvo leiki til góða og getur með sigri í þeim báðum komist í 54 stig sem myndi færa liðinu fjórða sætið eins og staðan er í dag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Sjá meira