Fulham vann Chelsea 19. mars 2006 17:56 Þetta er ánægður maður. Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham andaði léttar eftir að dómarinn flautaði til leiksloka. Fulham eru nú í þægilegri fjarlægð frá fallsvæðinu. Fulham náði með elju og mikilli fyrirhöfn að landa 1-0 heimasigri á Englandsmeisturum Chelsea nú undir kvöldið með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham og kom inn á þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta er þriðja tap Chelsea á tímabilinu. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea trompaðist á hliðarlínunni eftir að Fulham komst yfir og gerði tvær breytingar á liði sínu strax á 26. mínútu. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. Mótlætið fór vægast sagt illa í leikmenn Chelsea því á 90. mínútu var William Gallas rekinn af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Heiðari Helgusyni. Gallas ætlaði aldrei að fara af velli vegna ósættis við dóm línuvarðarins sem var í stóru hlutverki í leiknum. Hann dæmdi einnig af mark sem Didier Drogba skoraði í seinni hálfleik. Sá dómur reyndist á rökum reistur en í endursýningu í sjónvarpi mátti sjá að Drogba handlék boltann til að leggja hann fyrir sig. Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar á undan Man Utd sem á leik til góða en Fulham komst upp í 14. sæti með þessum óvænta sigri og er þar með 35 stig. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Fulham náði með elju og mikilli fyrirhöfn að landa 1-0 heimasigri á Englandsmeisturum Chelsea nú undir kvöldið með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham og kom inn á þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta er þriðja tap Chelsea á tímabilinu. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea trompaðist á hliðarlínunni eftir að Fulham komst yfir og gerði tvær breytingar á liði sínu strax á 26. mínútu. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. Mótlætið fór vægast sagt illa í leikmenn Chelsea því á 90. mínútu var William Gallas rekinn af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Heiðari Helgusyni. Gallas ætlaði aldrei að fara af velli vegna ósættis við dóm línuvarðarins sem var í stóru hlutverki í leiknum. Hann dæmdi einnig af mark sem Didier Drogba skoraði í seinni hálfleik. Sá dómur reyndist á rökum reistur en í endursýningu í sjónvarpi mátti sjá að Drogba handlék boltann til að leggja hann fyrir sig. Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar á undan Man Utd sem á leik til góða en Fulham komst upp í 14. sæti með þessum óvænta sigri og er þar með 35 stig.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Þórir hefur ekki áhuga Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira