Ryan Giggs segist vera að finna sig ágætlega í nýju hlutverki í liði Manchester United, en hann hefur verið færður af kantinum og inn á miðjuna eftir að Paul Scholes og Alan Smith urðu fyrir meiðslum.
"Það er meiri harka á miðri miðjunni og því fylgja gjarnan fleiri gul spjöld, en fyrir utan það kann ég ágætlega við að spila þarna. Við John O´Shea virðumst vera að finna okkur þokkalega saman á miðjunni og þegar maður er með svona fljóta og sterka framherja eins og við, gerir það starf okkar á miðjunni miklu auðveldara," sagði hinn 32 ára gamli Giggs.