Leikur Birmingham og Liverpool í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Steve Bruce segir að þó hans menn tjaldi öllu til að halda sér í ensku úrvalsdeildinni, séu þeir óneitanlega farnir að hugsa um að komast alla leið í úrslitaleikinn.
"Meginmarkmið okkar er að halda okkur í úrvalsdeildinni, en þegar maður er kominn svona langt í bikarnum, er ekki laust við að mínir menn séu farnir að hugsa um að komast í úrslitin. Þetta er ein virtasta bikarkeppni í heiminum, svo auðvitað hugsa menn um það," sagði Bruce, sem verður líklega án sóknarmannanna Chris Sutton og Emile Heskey í kvöld.