Jose Mourinho hefur gert margar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Fulham á dögunum og er Eiður Smári Guðjohnsen til að mynda kominn í byrjunarliðið ásamt þeim Carlo Cudicini, Asier del Horno, Geremi, Didier Drogba, Damien Duff og Ricardo Carvalho. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.
