Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hann eigi von á mjög erfiðum leik gegn Englandsmeisturum Chelsea eftir að í ljós kom að liðin mætast í undanúrslitum enska bikarins í næsta mánuði.
"Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir bæði lið, enda þekkja þau hvort annað út og inn orðið, en við sjáum hvað setur. Chelsea er frábært lið, en það erum við líka. Við erum fullir sjálfstrausts og vitum að við getum unnið leikinn," sagði Benitez eftir að dregið var í hádeginu.