Lægri væntingavísitala 28. mars 2006 12:17 Mynd/Valgarður Gíslason Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira