Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum.
Samningurinn var undirritaður fyrir þremur vikum og atkvæði greidd um hann nú í vikunni. Kjörsókn var 85 prósent. Einn seðill var auður og annar ógildur.