Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur nú framlengt samning sinn við félagið um tvö ár og verður því samningsbundinn United fram í júní 2008. Solskjær er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, en hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu og er nú að jafna sig eftir kinnbeinsbrot.
