Spænska smáliðið Villareal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á ítalska stórliðinu Inter Milan í kvöld. Það var varnarmaðurinn Rodolfo Arruabarrena sem skoraði sigurmark spænska liðsins í kvöld og því er Villareal komið áfram á marki skoruðu á útivelli.
