Kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóvökum
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 25-21 fyrir Slóvökum í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi næstu daga. Auk þess leika Hollendingar og Tyrkir á mótinu, en íslenska liðið mætir Hollendingum á morgun.