David Beckham, leikmaður Real Madrid og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að fyrrum félagar sínir í United muni setja mikla pressu á Chelsea á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni í vor.
"Ég tel að United muni setja mikla pressu á Chelsea á lokasprettinum, ég er alveg viss um það. Liðið hefur verið að leika einstaklega vel upp á síðkastið og mér sýnist Chelsea ekki vera komið með þetta ennþá þó liðið hafi sjö stiga forskot á toppnum. Chelsea er vissulega með frábært lið og góðan stjóra, en á miðað við hvernig United hefur verið að spila í síðustu leikjum, held ég að þetta verði æsispennandi lokasprettur," sagði Beckham í samtali við breska blaðið Daily Mirror.