Síðari leikur Middlesbrough og Charlton í átta liða úrslitum enska bikarsins verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni á The Valley, en í kvöld verður leikið til þrautar og sigurvegarinn mætir liði West Ham í undanúrslitum keppninnar á Villa Park þann 23. apríl.
