Middlesbrough tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska bikarsins þegar liðið lagði Hermann Hreiðarsson og félaga í Charlton 4-2 í skemmtilegum leik á Riverside. Hasselbaink, Viduka, Rochemback og Morrison skoruðu mörk Boro í kvöld, en Hughes skoraði fyrir Charlton en hitt markið var sjálfsmark hjá Gareth Southgate. Boro mætir West Ham í undanúrslitunum.
