Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn hefur látið í ljós áhuga sinn á að næla í framherjann Robbie Fowler frá Liverpool ef hann nær ekki að krækja sér í áframhaldandi samning við þá rauðu.
"Ef Robbie verður á lausu í sumar er ljóst að margir klúbbar munu spyrjast fyrir um hann og ég veit að ég yrði einn þeirra. Robbie er fæddur markaskorari og það er eitthvað sem þú glatar ekki yfir nótt. Mér sýnist hann líta mjög vel út um þessar mundir og Robbie hefur verið toppklassa framherji í langan tíma," sagði Hughes.