Innlent

Hætt við sölu Ölgerðarinnar

Ölgerð Egils Skallagrímssonar
Ölgerð Egils Skallagrímssonar MYND/Heiða

Ekkert verður af fyrirhugaðri sölu Ölgerðarinnar og innflutningsfyrirtækisins Danóls þar sem tilboð reyndust ekki ásættanleg að mati eigenda. Þegar fyrirtækin voru sett í söluferli í lok febrúar var tekið fram af hálfu eigenda að þau yrðu seld saman eða hvort í sínu lagi, að því gefnu að ásættanlegt verð fengist. Í tilkynningu segir að á þeim tíma sem liðinn sé hafi aðstæður á markaði breyst umtalsvert sem átti sinn þátt í þssum lyktum mála.

Starfsmannafundir voru í Danól og Ölgerðinni í morgun þar sem lyktir söluferlisins voru kynntar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×