Þýski framherjinn Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks var kjörinn besti leikmaður ársins 2005 af FIBA og mun hann taka við verðlaunum fyrir lokaleik Dallas Mavericks í deildarkeppninni í kvöld. Nowitzki bar þýska landsliðið á herðum sér í Evrópukeppni landsliða síðasta sumar og var vel að titlinum kominn. Hann þykir einnig koma sterklega til greina með að verða valinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni í ár.
Dirk Nowitzki tekur við verðlaunum í kvöld

Mest lesið






Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn




Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti
Fleiri fréttir
