Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze verður líklega með varaliði Manchester United sem mætir varaliði Aston Villa á morgun, en það yrði fyrsti heili leikurinn sem hann spilaði síðan hann meiddist illa á hné síðastliðið haust. Heinze hefur enn ekki gefið upp alla von um að vinna sér sæti í argentínska landsliðinu fyrir HM í sumar.
