Viðskipti innlent

Einkaneysla jókst í mars

Svo virðist sem einkaneysla hafi aukist töluvert í síðasta mánuði að því er fram kemur í upplýsingum um greiðslukortaveltu, að mati greiningardeildar Glitnis. Deildin bendir á að á vef Seðlabankans komi fram að heildarvelta kreditkorta hafi numið 18,8 milljörðum króna í mars, sem sé 16 prósenta aukning miðað við sama mánuð í fyrra.

Velta dróst saman að raungildi um 7,8 prósent frá febrúar en árstíðasveifla er í notkun kortanna og því takmarkað hægt að ráða í breytingu á milli mánaða, að sögn deildarinnar.

„Innlend notkun kreditkorta í mars jókst að raungildi um tæplega 15% frá sama mánuði í fyrra og nam alls tæpum 16 mö.kr. Erlendis var heildarnotkun kreditkorta í síðasta mánuði upp á tæpa 3 ma.kr. sem samsvarar rúmlega 23% raunaukningu milli ára. Hægt hefur á aukningu notkunar erlendis, en næstu 12 mánuði á undan var meðalaukning milli ára tæp 40% að raunvirði," segir greiningardeild Glitnis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×