Gilberto Madail, formaður portúgalska knattspyrnusambandsins, segir að Luiz Scolari hafi gert heiðursmannasamkomulag við sambandið um að einbeita sér algjörlega að starfi sínu þangað til eftir HM í sumar og útilokar þar með að hann eigi í viðræðum við enska knattspyrnusambandið. Scolari er samningsbundinn Portúgal þangað til og segist ætla að virða samning sinn.
