Úrslitakeppni NBA heldur áfram á fullu í kvöld og klukkan 23:30 verður á dagskrá NBA TV fjórði leikur Washington Wizards og Cleveland Cavaliers. Cleveland hefur yfir 2-1 í einvíginu, en leikur kvöldsins fer fram í höfuðborginni Washington. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liði Washington tekst að ráða við undrabarnið LeBron James, sem skoraði 41 stig og tryggði Cleveland sigur í síðasta leik.

