Lykilatriði að auka upplýsingaflæði og gegnsæi 3. maí 2006 22:47 MYND/Stöð 2 Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og annar höfunda skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi, sem kynnt var í dag, segir lykilatriði fyrir íslenskt efnahagslíf að auka upplýsingaflæði og gegnsæi til þess að koma í veg fyrir óróa og hugsanlegan flótta fjárfesta frá landinu. Hann leggur einnig til ásamt meðhöfundi sínum, hagfræðingnum Frederic Mishkin, að Fjármálaeftirlitið verði sameinað Seðlabankanum og að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markaði. Tryggvi Þór Herbertsson og Fredric Mishkin, einn virtasti hagfræðingur í heimi á sviði fjármálastöðugleika, kynntu skýrslu sína um stöðugleika í íslensku efnahagslífi sem unnin var fyrir fjármálamönnum og erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Wall Street Journal og Bloomberg í New York. Í skýrslunni kemur fram að þótt nokkurt ójafnvægi sé nú í íslensku efnahagslífi muni séu litlar líkur á algjöru hruni. Höfundar skýrslunnar segja engu að síður að vegna smæðar íslenska hagkerfisins sé það viðkvæmt fyrir jafnvel litlum sveiflum á fjármagnsflæði á alþjóðavettvangi. Ef upplýsingaflæði og gangsæi sé ekki nóg geti fjárfestar farið að trúa að eitthvað sé að jafnvel þótt svo sé ekki og þá geti illa farið. Eina ráðið við þessu sé að auka upplýsingar og gegnsæi í íslenska hagkerfinu. Þetta er eitt þeirra fjögurra atriða sem Mishkin og Tryggvi telja að breyta þurfi til að stuðla að auknum stöðugleika hér á landi. Þeir leggja einnig til að húsnæðisverð verði tekið út úr neysluverðsvísitölu þegar ró verði komin á markað, en húsnæðisverð hefur keyrt upp verðbólguna hér á landi. Þá vilja þeir að Fjármálaeftirlitið verði fært undir Seðlabankann. Tryggvi segir meðal annars að Seðlabankinn geti ýtt lausafé inn í hagkerfið ef það sé óstöðugt en það geti Fjármálaeftirlitið ekki. Þá séu hin augljósu sanninda að Ísland sé örríki og þar sé stjórn þessara mála að hans mati betur komin í einni stofnun. Tryggi segir aðspurður að það skipti máli að mikils metinn maður eins og Fredric Mishkin hafi verið fenginn til að vinna skýrsluna og kynna hana fyrir erlendum fjölmiðlum. Mishkin sé mjög virtur innan hagfræðinnar og Tryggvi segir að tæplega hefðu jafnmargir komið og hlustað á hann sjálfan kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira