Ég ber enga virðingu fyrir Kobe Bryant 4. maí 2006 14:55 Þeir Kobe Bryant og Raja Bell hafa háð sannkallað einvígi sín á milli, en hætt er við því að Phoenix eigi lítið svar við Bryant í leiknum í kvöld úr því að Bell verður í banni NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Varnarmaðurinn sterki Raja Bell hjá Phoenix Suns var í gærkvöld dæmdur í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega villu á Kobe Bryant í fimmta leik LA Lakers og Phoenix í fyrrakvöld og ljóst að þessi tíðindi eru liði Phoenix gríðarlegt áfall fyrir sjötta leikinn í Los Angeles, sem sýndur verður beint á NBA TV í nótt. Bell hefur hangið á Bryant eins og skuggi allt einvígið og er eini leikmaður Phoenix sem á fræðilegan möguleika á að hægja á honum. Það eru því slæm tíðindi fyrir Phoenix að missa Bell í bann á þessum tímapunkti, því fastlega má reikna með að Bryant komi einbeittur til leiks í nótt þegar Lakers getur gert út um einvígið á heimavelli sínum í Staples Center. Raja Bell tók tíðindunum um leikbannið með jafnaðargeði og sagðist ekki geta mótmælt því - en vandaði mótherja sínum ekki kveðjurnar. "Kobe Bryant er hrokafullur og sjálfumglaður einstaklingur og ég ber enga virðingu fyrir honum" sagði Bell og bætti við að Bryant hefði slegið sig marg oft í andlitið í leiknum. "Ég er með mar á kinninni og mig verkjar í kjálkann ef ég opna munninn eftir höggin frá honum. Þegar ég fæ mörg högg í andlitið frá sama manninum, er sá hinn sami farinn yfir strikið hjá mér og ég fékk einfaldlega nóg af þessu. Ég veit að það sem ég gerði var ekki rétt og ég tek ábyrgð á því, en það var einfaldlega komið nóg af svona bellibrögðum - þetta er ekki körfubolti," sagði Bell. Nokkru áður en Bell braut harkalega á Bryant, hafði hann hrópað á dómara leiksins og kvartað yfir höggunum frá Bryant, en þá skarst Phil Jackson, þjálfari Lakers í leikinn og öskraði á dómarann að Bell hefði átt skilið að fá á kjaftinn. Augnabliki síðar braut Bell svo harkalega á Bryant, sneri sér að varamannabekk Lakers og kallaði til Jackson; "Þarna hefurðu villuna þína." Hann var svo sendur í bað fyrir villuna og Bryant fékk reyndar að fara sömu leið síðar í leiknum fyrir að nöldra í dómaranum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira