Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur 9. maí 2006 12:45 Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira