Í dag var staðfest að leikstjórnandinn Chris Paul hjá New Orleans Hornets hefði hlotið nafnbótina nýliði ársins í NBA deildinni eins og greint var frá fyrir nokkru. Paul var nálægt því að hljóta einróma kosningu, en allir utan einn af þeim 125 sem kusu, völdu hann í fyrsta sætið. Deron Williams hjá Utah Jazz hlaut efsta sætið hjá einum þeirra.
Það gerðist síðast árið 1990 að nýliði hlyti öll atkvæðin í fyrsta sætið í valinu, en það var enginn annar en David Robinson hjá San Antonio.