Nokkrir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Malmö vann sigur á Djurgården 3-2, þar sem Emil Hallfreðsson var í liði Malmö og Kári Árnason kom inn sem varamaður í liði Djurgården.
Halmstad og Helsingborg gerðu 1-1 jafntefli og var Gunnar Heiðar Þorvaldsson að venju í liði Halmstad. Þá vann Gefle sigur á Elfsborg á útivelli og Hacken tapaði 1-0 fyrir AIK á heimavelli.