Sam Cassell kláraði Phoenix 15. maí 2006 13:00 Sam Cassell tók málin í sínar hendur á lokasprettinum í nótt NordicPhotos/GettyImages Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sam Cassell skoraði tvær stórar þriggja stiga körfur í lokin og tryggði LA Clippers mikilvægan sigur á Phoenix Suns í nótt 114-107, en staðan í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar er þar með orðin jöfn 2-2. Hinn 36 ára gamli Cassell hafði aðeins verið örfáar sekúndur inni á vellinum í fjórða leikhlutanum, en sá gamli hefur oft verið í þessari aðstöðu áður á ferlinum og ákvað að taka málin í sínar hendur í lokin. Cassell skoraði 18 af 28 stigum sínum í síðari hálfleik og hirti auk þess 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Elton Brand var ekki síðri í liði Clippers og skoraði 30 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Corey Maggette, sem var í byrjunarliðinu í stað Chris Kaman sem er meiddur, skoraði 18 stig og hirti 15 fráköst. Raja Bell hjá Phoenix setti persónulegt met með 33 stigum, þar af 7 þriggja stiga körfum, Boris Diaw skoraði 21 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 15 stig og Shawn Marion skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Sam Cassell gat ekki annað en strítt fyrrum félaga sínum Steve Nash þegar hann var spurður hvernig Clippers-liðið hefði farið að því að halda aftur af Nash í síðari hálfleiknum, en Nash skoraði aðeins 8 stig í leiknum "Okkur tókst ágætlega að hemja nýliðann. Hann er erfiður viðureignar, en við vitum að lykillinn að því að halda Phoenix niðri er að reyna að stöðva nýliðann og það tókst í kvöld," sagði Cassell án þess að depla auga, en þegar hann talar um nýliða - er hann að tala um Steve Nash, sem hefur verið kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð. Sam Cassell var aðalleikstjórnandi Phoenix þegar Steve Nash kom til liðsins sem nýliði í upphafi ferils síns. "Ég kalla hann alltaf nýliðann. Hann var nýliðinn minn í Phoenix á sínum tíma og ég hef kallað hann það síðan," sagði Cassell án þess að glotta þegar hann svar spurður út í nafngiftina. Næsti leikur í þessu fjöruga einvígi fer fram í Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira