Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn, sem er fyrsti sjálfstæðis kjarasamningurinn sem félagið gerir við Orkuveituna verður kynntur félagsmönnum síðdegis. Að kynningu lokinni verða greidd atkvæði um samninginn.
Greiða atkvæði um samning við OR
