Cleveland að takast hið ómögulega? 18. maí 2006 08:00 Cleveland er komið yfir 3-2 gegn Detroit sem er staða sem engan óraði fyrir áður en einvígið hófst NordicPhotos/GettyImages Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Cleveland Cavaliers sendi körfuboltasérfræðingum um allan heim langt nef í gær þegar liðið lagði Detroit Pistons 86-84 á útivelli og vann þar með sinn þriðja leik í röð í einvíginu. Cleveland getur nú klárað dæmið á heimavelli í næsta leik, en úrslit gærkvöldsins eru líklega einhver þau óvæntustu í áraraðir. Nákvæmlega enginn spáði Cleveland sigri fyrir einvígið og hölluðust flestir að því að Detroit tapaði í mesta lagi einum leik á leið sinni í úrslit Austurdeildarinnar. Ekki urðu yfirburðir Detroit í fyrstu tveimur leikjunum til að draga úr þessum spádómum. Hvort það er fyrir frábæra frammistöðu Cleveland, vanmat Detroit-liðsins eða hvort tveggja skal ósagt látið, en eins og áður sagði eru þetta einhver óvæntustu tíðindi í úrslitakeppni NBA í fjölda ára. Það var sem fyrr undrabarnið LeBron James sem fór fyrir liði Cleveland og skoraði hann 32 stig í leiknum í gær, Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig, hirti 10 fráköst og varði 6 skot og Donyell Marshall skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst. Tayshaun Prince skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 17 stig og Rip Hamilton skoraði 15 stig. Næsti leikur fer fram í Cleveland og þar geta heimamenn stimplað sig fast inn í sögubækur með sigri. "Þeir léku vel og LeBron James var ótrúlegur að venju, en við verðum að hverfa aftur til þess sem við vorum að gera í allan vetur og reyna að bjarga andlitinu," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við höfum áður lent í þessari stöðu og vitum fullvel hvað þetta lið getur gert. Við erum samt alls ekki að leyfa okkur að hugsa um leik sjö, því ef við höldum ekki haus og vinnum næsta leik, verður enginn leikur sjö til að tala um," sagði Chauncey Billups hjá Detroit, fór af velli með sex villur í lokin og það kann að hafa kostað lið Detroit sigurinn. Næsti leikur fer fram í Cleveland á föstudagskvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að íslenskir körfuboltaaðdáendur fái að sjá hann á skjánum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira