Forráðamenn Feyenoord segja að enn hafi engin kauptilboð borist í landsliðsframherjann Dirk Kuyt, sem hefur verið einhver eftirsóttasti framherji Evrópu á undanförnum mánuðum.
Kuyt er samningsbundinn Feyenoord til ársins 2009, en hefur sjálfur sagt að hann langi að spila í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle United er það lið sem síðast hefur verið nefnt til sögunnar í þeim efnum, en áður hafa Arsenal, Tottenham og Everton verið á höttunum eftir honum. Everton er eina liðið sem gert hefur formlegt tilboð í hann, en 10 milljón punda tilboði félagsins í hann var hafnað.